21. ágúst, 2007 - 14:25
Fréttir
Íbúafundur verður haldinn í Holta- og Hlíðahverfi á Akureyri á morgun, miðvikudaginn 22. ágúst, kl. 20.30 í matsal Glerárskóla. Kynntar verða tillögur að skipulagi á byggingarreit sem afmarkast af Langholti, Miðholti, Krossanesbraut og Undirhlíð. Eins og fram hefur komið í Vikudegi, áformar byggingafyrirtækið SS Byggir að byggja tvö 7 hæða fjölbýlishús við Undirhlíð. Ráðgert er að húsin komi syðst á svæðinu og muni tilheyra Undirhlíð. Miðsvæðis á þessu svæði er svo gert ráð fyrir leiksvæði. Gestir fundarins á morgun verða Jón Ingi Cæsarsson formaður skipulagsnefndar, Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri, Sigurður Sigurðsson og Logi Már Einarsson.