Íbúafundi í Hrísey frestað

Rjúpur í Hrísey/mynd akureyri.is
Rjúpur í Hrísey/mynd akureyri.is

Vegna vonskuveðurs og slæmrar færðar hefur íbúafundi sem halda átti í dag í Hrísey verið frestað til miðvikudagsins 26. mars.

Á fundinum verða kynntar niðurstöður málþings sem haldið var í september og fjallaði meðal annars um atvinnumál, byggðaþróun, þjónustu við íbúa, samgöngur, sumarhús, afþreyingu, ferðaþjónustu, umhverfismál og heilbrigðismál. Allir sem láta sig málefni Hríseyjar varða eru hvattir til að mæta á fundinn miðvikudaginn 26. mars kl. 16. Boðið verður upp á súpu og brauð í lok fundarins kl. 18.00.

Nýjast