Íbúafundi í Grímsey aflýst

Frá Grímsey.
Frá Grímsey.

Fyrirhuguðum fundi sem halda átti í Grímsey annað kvöld, miðvikudaginn 28. janúar og blaðamannafundi á Akureyri morguninn eftir, hefur verið aflýst. Í tilkynningu frá Akureyrarbæ segir að það sé af óviðráðanlegum orsökum sem fundunum er frestað.  Stefnt er að því að boða annan fund með einhverju sniði við fyrstu hentugleika allra sem að málinu koma.


Ennfremur segir að millitíðinni haldi bæjarfulltrúar og starfsfólk Akureyrarkaupstaðar, ásamt fulltrúum Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Byggðastofnunar, áfram að vinna að lausn yfirvofandi vanda í atvinnumálum Grímseyinga í nánu samráði við heimamenn.


Eins fjallað hefur verið um undanfarna daga er omið er að skulda­dög­um út­gerðamanna í eynni við Íslands­banka en afla­heim­ild­ir í eynni voru m.a. keypt­ar með lán­um frá bank­an­um og voru þær sett­ar sem veð. Bank­inn hef­ur komið til móts við út­gerðar­menn og lengt í lán­un­um. Ak­ur­eyr­ar­bær, Byggðastofn­un og At­vinnuþró­un­ar­fé­lag Eyja­fjarðar standa að fund­in­um ásamt hverf­is­ráðinu í Gríms­ey. Einnig hefur kynferðisbrotamál klofið bæjarfélagið eynni samkvæmt frétt Akureyri Vikublaðs sem greindi fyrst frá vandanum í Grímsey.


 

Nýjast