Í Skarpi sem kemur út í dag

Stórframkvæmdir á Húsavík og í grennd koma við sögu í Skarpi dagsins. Hér er unnið í Skurðsbrúnanámu…
Stórframkvæmdir á Húsavík og í grennd koma við sögu í Skarpi dagsins. Hér er unnið í Skurðsbrúnanámu. Mynd: JS

Skarpur er að koma út í dag eins og oftast áður á fimmtudögum. Þar er m.a. fjallað um stórframkvæmdir á og við Húsavík, vega-ganga- og hafnargerð, í máli og myndum. Sagt frá ungri listakonu frá Kaupmannahöfn, afkomanda Þórðar Guðjohnsen kaupmanns á Húsavík, og 55 ára gömlum dönskum verndarengli að auki og hvernig þau, listamaður og verndarengill, tengjast.

Greint er frá upphafi hvalaskoðunar á Skjálfanda á þessu ári. Fjallað um fólksfækkun í Norðurþingi á síðasta ári. Fikkahátíð á Ýdölum og skíðamannvirki á Húsavík koma við sögu. Einnig krakkablak, spegilbrot hrímjötna, sparnaður Framsýnarfélaga í flugferðum, skólasalur sem liggur undir skemmdum og svo er velt upp spurningunni hver hafi gefið skít, og það hundaskít í Skarp og ritstjóra blaðsins.

Þá er nýráðinn starfsmaður dagskrain.is, Egill Páll Egilsson, Þingeyingur í þaula í þessu blaði og sitthvað fleira smálegt. JS

 

Stórframkvæmdir á Húsavík og í grennd koma við sögu í Skarpi dagsins. Hér er unnið í Skurðsbrúnanámu. Mynd: JS

Nýjast