Í Skarpi sem kemur út í dag

Héraðsfréttablaðið Skarpur, stundum nefnt „blað alls mannkyns,“ kemur út  í dag, fimmtudaginn 18. febrúar. Þar er að venju sitt lítið af hverju að lesa og skoða. Fjallað er um snöfurmannleg svör Sparisjóðs Suður-Þingeyinga við umkvörtunum Fjármálaeftirlitsins. Gerð grein fyrir stórtíðindum í knattspyrnuheiminum, sem sé þátttöku Geisla í Aðaldal í 4. deildinni í sumar. Húsavíkurmótinu í boccia gerð skil. Birt yfirlýsing frá Veiðifélagi Mývatns vegna kvikmyndaverkefnis á Mývatni. Burðarásar í samfélaginu við Öxarfjörð koma við sögu. Umsögn er um sýningu Leikfélags Húsavíkur á Dýrunum í Hálsaskógi. Í blaðinu er minningargrein um Sigurð Sigurðsson skipstjóra, sem sé Sigga stýssa. Greint frá áhuga bandaríska smábæjarins Provincetown á vinabæjasambandi við Húsavík. Fastir liðir eru svo eins og venjulega og sitthvað fleira smálegt. JS

Nýjast