Í Skarpi í dag

Skarpur er kominn út í dag og þar er sitthvað forvitnilegt að finna og lesa.  Erla Jónsdóttir skrifar stórfróðlega grein um Lauga í Smiðjunni, mann sem setti svip sinn á Húsavík á sínum tíma og upplifði miklar hörmungar erlendis á yngri árum, m.a. í fyrra heimsstríði. Rætt er við Jón Grímsson á Kópaskeri, en 10% þorpsbúa eru að flytja á brott. Fjallað er um þjónustuskort á Húsavíkurflugvelli, merkta svartfugla, flatsímafávita, hættuna af túristum, gæsum og rauðvíni. Breytingar í matverslun á Húsavík eru kynntar til sögunnar. Í blaðinu eru minningargreinar um Halldór Bjarnason og Hreiðar Olgeirsson. Og sitthvað fleira smálegt er að finna  í Skarpi, blaði alls mannkyns, í dag. JS

Nýjast