Í góðu lagi með loðnuna

Bjarni Bjarnason skipstjóri á nótaskipinu Súlunni frá Akureyri segir að ekkert bendi til annars en loðnuvertíðin sem nú stendur yfir verði góð, loðnan skili sér alltaf. Bjarni og hans menn sem hafa fengið þrjá fullfermistúra lögðu skipinu fyrir helgina og fóru í helgarfrí en taka að því loknu til við veiðarnar að nýju af fullum krafti. ,,Ég hef sagt það áður og get sagt að einu sinni enn að það er í góðu lagi með loðnuna, hún skilar sér alltaf og núna er ástandið eins og í góðu meðalári. Fremsta gangan hefur verið vestan við Hornafjörð undanfarna daga en mest hefur verið austan við Stokksnes. Þá hafa Norðmenn einnig verið að fá loðnu lengst út í hafi. Það sem kemur til með að skifta mestu máli á næstu vikum er tíðarfarið sem er helsti verndarvættur loðnunnar en það mun verða veiði fram í mars" segir Bjarni Bjarnason skipstjóri á Súlinni.

Nýjast