Hymnodia flytur tónlist eftir íslenskar konur

Kammerkórinn Hymnodia frá Akureyri hélt frábæra tónleika sl. sunnudag í Langholtskirkju - og á morgun, miðvikudagskvöldið 24. janúar, mun kórinn endurtaka tónleikana í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit kl. 20. Tónleikarnir eru liður í tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum. Á efnisskránni eru verk eftir íslenskar konur.
Þær eru: Anna Þorvaldsdóttir, Bára Grímsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Jórunn Viðar, Karólína Eiríksdóttir og Mist Þorkelsdóttir. Stjórnandi Hymnodiu er Eyþór Ingi Jónsson.

Efnisskrá tónleikanna:

Jórunn Viðar Sorg og gleði
Anna S. Þorvaldsdóttir Heyr þú oss himnum á
Elín Gunnlaugsdóttir Þér þakkar fólkið
Karólína Eiríksdóttir Vetur
Hildigunnur Rúnarsdóttir Vorlauf
Tunga mín vertu treg ei á
Bára Grímsdóttir Night
Mist Þorkelsdóttir Fræið sem moldin felur
Bára Grímsdóttir Hver, sem að reisir
Hildigunnur Rúnarsdóttir Sé ástin einlæg og hlý
Martröð
Karólína Eiríksdóttir Ungæði
Elín Gunnlaugsdóttir Gömul söngvísa
Anna S. Þorvaldsdóttir Heyr mig mín sál (Einsöngur: Jóna Valdís Ólafsdóttir)
Jórunn Viðar Barnagælur

Hymnodia þýðir dýrðarsöngur. Þetta er latnesk útgáfa gríska orðsins hymnos. Hymnodia er í raun sálmasöngur bundinn í ljóðform, lofsöngur við helgihald kristinna manna. Upphaflega var þetta þó söngur safnaðarins sjálfs við helgihaldið. Á síðari árum hefur íslenska þjóðkirkjan hvatt mjög til þess að söfnuðurinn taki þátt í sálmasöng við guðsþjónustur og aðrar helgiathafnir. Því má segja að við séum komin aftur til upphafsins í kirkjunni og söngur kirkjugesta sé hinn eini og sanni hymni.

En Hymnodia er líka kammerkór Eyþórs Inga Jónssonar, organista og söngstjóra við Akureyrarkirkju. Í kórinn hefur Eyþór valið einvalalið söngfólks á Akureyri til þess að flytja metnaðarfulla kórtónlist, bæði kirkjuleg verk og veraldleg. Hymnodia hefur sungið við helgihald í Akureyrarkirkju, á Hólahátíð, á tónleikum víða um land, á miðaldadögum að Gásum og við fjölmörg önnur tækifæri. Kórinn hefur einnig sungið í útvarpi og sjónvarpi.

Á árinu 2004 minntist kórinn 300 ára ártíðar franska barroktónskáldsins Marc-Antoine Charpentier með því að syngja nokkur verka hans. Í lok desember var flutt verkið Messe de minuit eftir Charpentier ásamt hljóðfæraleikurum og einsöngvurum.

Hymnodia söng á Myrkum músíkdögum sl. vetur og fékk frábæra dóma fyrir. M.a. frumflutti kórinn verk eftir þá Jón Hlöðver Áskelsson og Davíð Brynjar Franzson

Í apríl sl. flutti kórinn Óratóríuna Membra Jesu Nostri eftir þýska barokktónskáldið Dietrich Buxtehude ásamt sænskum og íslenskum barokkhljóðfæraleikurum og einsöngvurum. Tónleikarnir voru í Akureyrarkirkju og í Hallgrímskirkju og hlaut kórinn mikið lof fyrir flutning sinn.

Kórinn hefur sett sér þau markmið að feta ekki í fótspor annarra í efnisvali og framkomu. Kórinn hefur unnið mikið með spunaformið og ekki er óalgengt að kórinn blandi saman ólíkum listgreinum, s.s. tónlist, leiklist og myndlist.

Hymnodiu skipa:

Sópran:
Halla Jóhannesdóttir
Helena Guðlaug Bjarnadóttir
Hildur Tryggvadóttir
Jóna Valdís Ólafsdóttir

Alt:
Arna Guðný Valsdóttir
Elvý G. Hreinsdóttir
Erna Þórarinsdóttir
Sigrún Arna Arngrímsdóttir

Tenór:
Hannes Sigurðsson
Hjörleifur Hjálmarsson
Pétur Halldórsson

Bassi:
Ágúst Ingi Ágústsson
Hjörtur Steinbergsson
Sigmundur Sigfússon

Nýjast