Hvetja til framsýni í barneignum

Séu báðir foreldrar í félaginu sem fullgildir félagar eiga þeir rétt á 300.000 króna fæðingarstyrk.
Séu báðir foreldrar í félaginu sem fullgildir félagar eiga þeir rétt á 300.000 króna fæðingarstyrk.

Framsýn stéttarfélag fer ótroðnar slóðir í að stuðla að fjölgun Þingeyinga og þar með félagsfólki. Nú hefur stéttarfélagið kynnt hvata til að félagsfólk fjölgi getnuðum. „Liður í því er að veita félagsmönnum fæðingarstyrk. Séu báðir foreldrar í félaginu sem fullgildir félagar eiga þeir rétt á 300.000 króna fæðingarstyrk og helming af upphæðinni sé annað foreldrið í félaginu,“ segir í tilkynningu en þar kemur einnig fram að í mánuði hverjum sæki á bilinu  einn til þrír félagsmenn um þennan sérstaka styrk sem Framsýn býður upp á.

„Þegar styrkjum fyrir ágúst var úthlutað á föstudaginn voru afgreiddir átta fæðingarstyrkir til félagsmanna sem er afar jákvætt og staðfestir að markmið Framsýnar að fjölga Þingeyingum gengur vel þar sem fæðingum fer fjölgandi sé tekið mið af umsóknum um fæðingarstyrki hjá félaginu,“ segir í tilkynningunni.

/epe


Athugasemdir

Nýjast