Þingflokkur Viðreisnar stendur fyrir opnum fundi á Strikinu á Akureyri í kvöld, þriðjudaginn 8. janúar kl. 20:00. Umræðuefni fundarins er íslenska krónan, hverjir græða á krónunni og hverjir bera kostnaðinn? Hvers vegna er matvöruverð sé miklu hærra hér á landi en í okkar samanburðarlöndum?
Þingmenn verða með stutt erindi og að þeim loknum verður opið fyrir umræður. Heitt á könnunni og öllum opið.