Hvassviðri hamlar opnun nýrrar stólalyftu í Hlíðarfjalli

Hvasst hefur verið í Hlíðarfjalli undanfarið.
Hvasst hefur verið í Hlíðarfjalli undanfarið.

Óvíst er hvenær nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli verður tekinn í notkun en samkvæmt upplýsingum Vikublaðsins hefur hvassviðri undanfarna daga komið í veg fyrir að hægt sé að opna. Um leið og færi gefst vegna veðurs verður opnað formlega en alls óvíst er hvenær það verður.  

Skíðaþyrstir bíða enn í ofvæni eftir nýju stólalyftunni sem upphaflega átti að vera tilbúin í desember 2018 en opnun hennar hefur ítrekað verið frestað síðan.


Athugasemdir

Nýjast