Hvar er húfan mín og vettlingar?

,,Mývatnssveitin er æði
,,Mývatnssveitin er æði" sungu Hljómar og ekki skal þvi andmælt hér. Mynd Vikublaðið

Það er hætt við að þessi upphrópun muni heyrast  víða á heimilinm hér norðanlands næstu viku eða kannksi vikur.  Eftir frábæran hlýinda kafla í nóvembr sem m.a færði Akureyringum meðalhita sem var 3.5 stigum yfir meðaltali og þriðja heitasta nóvembermánuði frá þvi mælingar hófust er tíðarfarið færast í eðlilegt horf. 

Frost er i kortunum svo langt sem menn sjá  og það mun snjóa samkvæmt verðurspám,  Það er nákvæmlega ekkert óeðlilegt við það og munum að það er ekkert til sem kalla má kalt veður bara illa klætt fólk.

 

Textaspá fyrir Norðurland eystra

Norðurland eystra

Hæg breytileg átt og skýjað með köflum, en vestan 3-8 á morgun og sums staðar dálítil él á annesjum. Frost 0 til 7 stig, kaldast í innsveitum.
Spá gerð: 05.12.2022 09:35. Gildir til: 07.12.2022 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðan og norðaustan 3-8 m/s, en 8-13 austast. Dálítil él norðan- og austanlands, en víða léttskýjað á Suður- og Vesturlandi. Bætir aðeins í vind og úrkomu á fimmtudag. Frost 0 til 8 stig.

Á föstudag:
Norðan 8-15 og él norðan- og austantil, en bjart með köflum sunnan- og suðvestanlands. Hiti um eða undir frostmarki.

Á laugardag og sunnudag:
Norðaustanátt og él á Norðaustur- og Austurlandi, en léttskýjað suðvestanlands. Frost 0 til 5 stig.

 


Athugasemdir

Nýjast