Hvalaskoðun 2016 hefst á Skjálfanda á morgun

Fylgst með hvalnum í fyrstu ferð ársins 5. mars s.l.  Mynd: Norðursigling.
Fylgst með hvalnum í fyrstu ferð ársins 5. mars s.l. Mynd: Norðursigling.

 

Hvalaskoðunarvertíðin 2016 á Húsavík hefst  formlega á morgun 15. mars, þegar reglulegar ferðir hefjast hjá Norðursiglingu. Raunar þjófstartaði fyrirtækið með  vel heppnuðum ferðum  5. og 6. mars s.l. Þá var heilmikið líf í Skjálfanda, töluvert um hvali og í fyrstu siglingunni sáust tvær steypireiðar og tveir hnúfubakar.

Frá  og með morgundeginum auglýsir Norðursigling daglegar ferðir út mánuðinn og í apríl  verða samkvæmt áætlun  tvær ferðir á dag. Hvalaskoðun hefst svo hjá Gentle Giants 1. apríl næstkomandi. JS

 

Nýjast