Í dag klukkan 13 opnaði Hvalasafnið á Húsvík dyr sínar á ný fyrir gestum eftir lokun á nokkra mánuði. Safnið var lokað vegna umsvifa við uppsetningu á nýrri sýningu, þar sem hin landsþekkta beinagrind af steypireiðinni sem rak á Skaga árið 2010 er í aðalhlutverki. Aðeins 10 grindur af þessu tagi munu vera til sýnist í heiminum og nú er sem sagt ein þeirra á Húsavík.
Til stóð að opna safnið og sýninguna með formlegum hætti og höfðu Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra og Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrfræðistofnunar boðað koma sína norður. En þeir urðu frá að hverfa vegna veðurs og hefur því formlegri opnun verið slegið á frest.
Safnið var engu að síður opnað almenningi og verður opið til klukkan 18 í dag. Fjölmargir voru á staðnum þegar fréttamaður leit við og voru gestir greinilega frá ýmsum þjóðlöndum. Veitingar eru í boði, heljarmiklar tertur með marsipanmyndum af hvölum. JS