Í fréttatilkynningu frá Hvalasafninu á Húsavík kemur fram að úthlutað hefur verið styrkjum úr Safnasjóði 2016. Hlutverk Safnasjóðs samkvæmt safnalögum nr. 141/2011 er fyrst og fremst að efla starfsemi safna sem undir lög þessi falla.
„Hvalasafnið á Húsavík hlaut að þessu sinni 2,2 milljónir króna í verkefnastyrki. Um er að ræða annars vegar styrk upp á 800.000 kr. til uppsetningar og útgáfu nýs upplýsingabæklings um safnið og hins vegar styrk upp á 1.400.000 kr. til uppsetningar á nýrri sýningu um hvalreka,“ segir í fréttatilkynningunni.
Sýningarvinna hefst í haust en búist er við að bæklingurinn komi út nú á vordögum. /EPE