Hvað kostaði kosningabaráttan í Norðurþingi?

Sveitarstjórn Norðurþings. Mynd/epe
Sveitarstjórn Norðurþings. Mynd/epe

Skarpur heldur áfram að fjalla um sveitarstjórnarkosningarnar í maí.

Í aðdraganda kosninganna stóðu framboðin fyrir kosningabaráttu með tilheyrandi kynningarstarfsemi eins og gengur og gerist við slík tilefni. Allt kostar þetta þetta peninga og sjálfsagt misjafnt hvað frambjóðendur eru tilbúnir að leggja í kostnaðarsamar kynnigarherferðir. Skarpur skrifaði fulltrúum allra framboða í Norðurþingi og óskaði eftir upplýsingum um kostnað við kosningabaráttuna og mögulega styrktaraðila. Það sem framboðin voru beðin um voru upplýsingar um eftirfarandi:

- kostnað vegna auglýsinga og annarra kynninga

- Húsnæðiskostnað( leiga á veislusölum osfrv.)

- Veitingar vegna viðburða í tengslum við kosningarnar

- Lista yfir styrktaraðila framboðsins

- Annað sem á við

 

Það er skemmst að segja frá því að öll framboð tóku vel í  fyrirspurn blaðsins sem send var 25. og 26. júní s.l. Þó hafa aðeins þrjú framboð veitt upplýsingarnar áður en blaðið fór í prentun. Ástæður  fyrir því eru m.a. að ekki hafa  allir reikningar borist framboðunum vegna kostnaðar í tengslum við kosningarnar. Í prentútgáfu Skarps má lesa allt um þetta og tölur frá D-lista Sjálfstæðisflokks, V-lista Vinstri grænna og óháðra og B-lista Framsóknarflokks & félagshyggju.

Athugasemd: Upplýsingar bárust frá Samfylkingu eftir að Skarpur fór í prentun og verður fjallað um það í næsta blaði.

Nýjast