Hvað á brúin að heita?

Óskað er eftir tillögum að nafni í nýja brú við Drottningarbraut.
Óskað er eftir tillögum að nafni í nýja brú við Drottningarbraut.

Akureyrarbær hefur efnt til verðlaunasamkeppni um heiti á nýju göngubrúna við Drottningarbraut. Óskað er eftir að áhugasamir sendi inn tillögu sína að nafni á netfangið bru@akureyri.is fyrir dagslok sunnudaginn 15. Júlí að því er fram kemur á vef Akureyrarbæjar.

Dómnefnd velur nafn á brúna úr innsendum tillögum, en verðlaun eru í boði fyrir þrjár bestu tillögurnar að hennar mati. Í boði er Vetrarkort í Hlíðarfjall á komandi vetri fyrir þá tillögu sem hafnar í fyrsta sæti, 20 miða kort í Sundlaug Akureyrar fyrir annað sæti og 10 miða kort í sömu sundlaug fyrir þriðja sæti.

Nýjast