Húsnæðið þröngt og starfsfólk undir álagi

Sjúkrahúsið á Akureyri
Sjúkrahúsið á Akureyri

 Legudeild geðdeildar á Sjúkrahúsinu á Akureyri er allt of lítil og uppfyllir engan veginn kröfur nútímans. Starfsfólk þar er yfirleitt undir miklu álagi og veikustu einstaklingarnir eru ekki aðskildir frá þeim sem eru í bataferli. Þetta segir Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á FSA „Við þurfum nauðsynlega að endurnýja vistarverur legudeildarinnar svo að starfsfólkið sé betur í stakk búið að taka á móti bráðveikum einstaklingum með geðræn vandamál. Á núverandi geðdeild búa þeir veikustu í bland við sjúklinga í bataferli, oft í tvíbýlisherbergjum og í almennt þröngu húsnæði.“

 

Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags

Nýjast