Jón Erlendsson fulltrúi VG í stjórn FA greiddi atkvæði gegn samningnum og lét bóka að hann teldi ekki rétt að leigja húsnæði í eigu bæjarins til einkaaðila í samkeppnisrekstri án útboðs eða undangenginnar auglýsingar.
Baldvin H. Sigurðsson bæjarfulltrúi VG greiddi atkvæði gegn leigusamningnum í bæjarráði í morgun og lagði fram eftirfarandi bókun: "Ég vara bæjarstjórn Akureyrar við því að leigja fasteignir Skjaldarvíkur til einkaaðila í samkeppnisrekstri án þess að auglýsa eignina til leigu opinberlega eða bjóða hana út með formlegum hætti og tel víst að bærinn eigi málssókn yfir höfði sér ef leigusamningur þessi gengur eftir óbreyttur. Ég vil taka fram að ég ber fullt traust til leigutaka og fagna áformum hans um rekstur ferðaþjónustu í Skjaldarvík."