Húsavík: Fjölmenni í Nettó á fyrsta degi

Starsfók Nettó á Húsavík fagnar opnun og býður viðskiptavini velkomna. Mynd: Heiðar Kristjánsson.
Starsfók Nettó á Húsavík fagnar opnun og býður viðskiptavini velkomna. Mynd: Heiðar Kristjánsson.

Ný Nettó verslun var opnuð í hádeginu í dag á  Húsavík, nánar tiltekið í húsnæði þar sem áður var rekin Samkaup Úrvals verslun að Garðarsbraut 64. Er þetta jafnframt 13.  Nettó verslunin á landinu  verslanir Nettó leitast við að bjóða gott vöruúrval og lágt verð.

Í tilefni opnunarinnar  veittu fulltrúar Samkaupa nokkra styrki til íþrótta og æskulýðsstarfs  á Húsavík, þ.e. til   Æskulýðsdeildar hestamannafélagsins Grana, Fimleikadeildar  Völsungs, Bocciadeildar  Völsungs, Golfklúbbs Húsavíkur og til Miðjunnar, hæfingarmiðstöðvar.

Kristján Þór Magnússon sveitastjóri opnaði verslunina formlega með því að klippa á þar til strengdan borða. Boðið var uppá kaffi, Nettó köku frá Heimabakaríi, Ís frá Kjörís, Páskaegg frá Nóa Síríus og Klaka sódavatn. Einnig var hægt að nýta þau fjölmörgu opnunartilboð sem í boði verða  alla helgina.

Nánast hefur verið fullt út úr dyrum þennan fyrsta dag og þétt lagt í bílastæði verslunarinnar.  JS

 

Nýjast