Hundruðir milljóna áætlaðar í flughlað

Akureyrarflugvöllur. Mynd/Hörður Geirsson
Akureyrarflugvöllur. Mynd/Hörður Geirsson

Umhverfis- og samgöngunefnd hefur afgreitt fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2015 til 2018. Nefndin hefur lagt til breytingartillögur sem snúa m.a. að flugvallarmálum. Þannig leggur nefndin til vegna flughlaðs á Akureyrarflugvelli verði veittar 100 millj. kr. árið 2016, 25 millj. kr. árið 2017 og 100 millj. kr. árið 2018. Þegar var búið að tryggja 50 milljónir króna fyrir árið 2015. Ekki var reiknað með flughlaði í upprunalegri áætlun en því mótmæltu bæjaryfirvöld á Akureyri harðlega.

-þev

Nýjast