Pálína Ylva Símonardóttir, tveggja ára stúlka á Akureyri, er óðum að jafna sig eftir að hafa verið í lífshættu þegar hún smitaðist af E. coli bakteríu í gegnum matvæli um miðjan mars sl. Stúlkan var í öndunarvél og blóðskilun í tvær vikur en kviðskilun í fimm vikur. Nýrun voru hætt að starfa og missti hún mikinn mátt í veikindunum. Pálína er dóttir þeirra Svandísar Böðvarsdóttur og Símons Þórs Símonarsonar. Faðir Pálínu blés í hana lífi á heimili hennar þegar hún hætti að anda vegna sýkingarinnar.
ítarlegt viðtal er við Svandísi móður Pálínu í prentútgáfu Vikudags