Hugmyndaþing með ungmennum

Frá fundinum í gær. Mynd/Ragnar Hólm
Frá fundinum í gær. Mynd/Ragnar Hólm

Á sameiginlegum fundi bæjarstjórnar Akureyrar og borgarstjórnar Reykjavíkur í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í gær var samþykkt tillaga um að hefja undirbúning að hugmyndaþingi með kjörnum fulltrúum og nemendum á unglingastigi í báðum sveitarfélögum. Þar verður leitað eftir upplýsingum um það sem helst hvílir á unglingum þegar kemur að lýðræðis- og umhverfismálum. Þingin verði haldin í október og sameiginleg að hluta með aðstoð fjarfundarbúnaðar.

Nýjast