Á þeim átta árum sem ég hef starfað hérna hef ég aldrei séð annað eins hrun í aðsókn, segir Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar. Aðsókn í sundlaugina það sem af er sumri er verulega minni en síðasta sumar og undanfarin ár. Fallið er sérstaklega mikið í júlí en í júlímánuði voru sundlaugargestir um 37.400, samanborið við 46.800 í sama mánuði fyrra.
Sumarið hefur verið óvenjukalt á Norðurlandi sem endurspeglar aðsóknina. Elín segir ennfremur að allir mánuðir ársins hingað til séu aðsóknarminni en í fyrra. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.