Hríseyjarviti 100 ára

Hríseyjarviti. Mynd/Hrísey.
Hríseyjarviti. Mynd/Hrísey.

Þann 6. nóvember sl. var Hríseyjarviti 100 ára en kveikt var á vitanum þann sama dag árið 1920 og hann formlega tekinn í notkun fyrir sjófarendur. Fyrirhugað var að halda upp á daginn en vegna aðstæðna í þjóðfélaginu var ákveðið að geyma það til vors.

Á vef Hríseyjar segir að Hríseyjarviti sé 5 m hár steinsteyptur turn. Þann 1. desember árið 2003 var vitinn friðaður af menntamálaráðherra.Tilgangur Hríseyjarvitans er að vera leiðbeiningamerki fyrir siglingar inn og út Eyjafjörðinn og merkja greiða leið sem hægt er sigla eftir án þess að lenda í ógöngum og rekast á sker og boða.

Hann varar sjófarendur með lituðum hættuhornum um svæði sem ekki skal sigla á, og hvítu ljósi þar sem hreinan sjó er að finna og skipin laus við hættur.


Athugasemdir

Nýjast