Hríseyjarbúðin opnar í sumar

Íbúar í Hrísey hófust handa við við mála verslunina í vikunni. Mynd/Kristín Björk
Íbúar í Hrísey hófust handa við við mála verslunina í vikunni. Mynd/Kristín Björk

Búið er að stofna hlutafélag um verslunarrekstur í Hrísey undir heitinu Hríseyjarbúðin ehf. Eins og Vikudagur hefur greint frá var hugmyndin að allir geti gerst hlutahafar; íbúar, sumarhúsaeigendur og aðrir velunnarar eyjunnar. Þetta var gert til þess að opna verslun á eynni á nýjan leik en engin verslun er á staðnum eftir að Júllabúð var lokað í byrjun mars sl. Hluthafafundur verður haldinn um helgina og mun hlutafé þá verða aukið.

Linda María Ásgeirsdóttir íbúi í Hrísey segir að stefnt sé á að opna verslunina um næsta mánaðarmót, sem staðsett verður í gamla kaupfélaginu. 

„Um leið og öll leyfi liggja fyrir munum við opna og vonum að það verði sem fyrst. Við stefnum á að opna um mánaðarmótin maí/júní áður en ferðamannastraumurinn byrjar. Vonandi gengur það eftir en það er alls óvíst,“ segir Linda.

-þev

 

Nýjast