Hríseyingar óánægðir með ferju- áætlun og hækkun gjaldskrár

Á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun var lagt  fram afrit af tölvupósti frá Lindu Maríu Ásgeirsdóttur formanni Hverfisráðs Hríseyjar sem sendur til Vegagerðarinnar og ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnamála. Í tölvupóstinum kemur fram að íbúar Hríseyjar eru afar óánægðir með þær breytingar sem gerðar hafa verið á ferjuáætlun Hríseyjarferjunnar Sævars og hækkun gjaldskrár.  

Bæjarráð tekur undir mótmæli Hríseyinga varðandi niðurskurð á ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars og leggur áherslu á að ferjan er þjóðvegur á sjó og eina aðkomuleiðin til eyjarinnar. Bæjarráð skorar á samgönguyfirvöld að endurskoða þessa ákvörðun.

Nýjast