Í drögum að nýrri ferðamálastefnu Akureyrarbæjar fyrir árin 2016-2026 eru eyjunum Hrísey og Grímsey gert hærra undir höfði. Í
drögunum er Hrísey sagt skarta mikill sérstöðu og sé jafnan kölluð „Perla Eyjafjarðar“. Lagt er til að Hrísey verði sköpuð sérstaða sem slík og öll uppbygging taki mið af þeirri sérstöðu. Um Grímsey segir í drögunum að eyjan verði vinsæll áfangastaður og þekkt fyrir að vera nyrsta byggða ból Íslands. Unnið verði að hönnun og uppbyggingu eyjarinnar sem áfangastaðar í samráði við íbúa þar sem sérstaklega verður byggt á sögu og sérstöðu Grímseyjar, en lengri frétt má nálgast í prentútgáfu Vikudags.
-Vikudagur, 3. mars