Óprúttnir aðilar unnu skemmdarverk á tjaldsvæðinu að Hömrum á Akureyri á dögunum með því að fara inn á svæðið í leyfisleysi á bíl og spóla upp grasið.
"Þetta er hrikalega pirrandi," segir Tryggvi Marinósson forstöðumaður tjaldsvæðanna á Akureyri. Ekki er vitað hverjir voru að verki. En við teljum að þetta hafi verið einstaklingar á einum bíl sem fóru nánast á allar flatirnar og unnu skemmdarverk á mörgum stöðum.
Á meðfylgjandi mynd má sjá skemmdirnar sem unnar voru á hátíðarsvæðinu að Hömrum.