Hreyfum okkur yfir hátíðarnar
Það vill oft verða þannig þegar jólahátíðin nálgast að fólk dregur úr reglulegri hreyfingu. Undirbúningur jólanna tekur völdin og setur okkar reglulega líf úr skorðum. En það er hins vegar mjög mikilvægt að halda áfram að hreyfa sig, segir Þórdís Rósa Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og diplóma í lýðheilsufræðum. Þórdís er enginn nýgræðingur þegar kemur að heilsurækt og mataræði en hún hefur stundað líkamsrækt í yfir 20 ár og er ÍAK einkaþjálfari.
Fólk á að sjálfsögðu að njóta góðs matar yfir jólahátíðina og ef við hreyfum okkur getum leyft okkur að borða góðan mat með betri samvisku. Það er t.d. hægt að auka samverustundir með fjölskyldunni í formi hreyfingar með því að fara saman út í göngutúr.
Nánar er rætt við Þórdísi í nýjustu prentútgáfu Vikudags.