Mér finnst mjög ánægjulegt að koma með þessa stöð í minn heimabæ og bjóða bæjarbúum upp á nýja og skemmtilega útvarpsstöð, segir Sigurður Þorri Gunnarsson tónlistarstjóri Retro útvarpsstöðvarinnar. Retro hóf útsendingar í fyrradag á Akureyri en að sögn Sigurðar spilar stöðin skemmtilega tónlist frá 60's - 90's. Þetta er tónlist sem fólk getur smellt fingrum í takt við og á að vera góður félagi í amstri dagsins, segir Sigurður.
Útvarpsstöðin er rekin af útvarpssviði Skjásins sem m.a. rekur sjónvarpsstöðina Skjá Einn og útvarpsstöðina K100. Retro sendir út á FM 101,9 á Akureyri.