Hreinsar hugann í hesthúsunum
Hjalti Jón Sveinsson hefur gegnt stöðu skólameistara við Verkmennaskólann á Akureyri í 15 ár, auk þess sem hann gegnir formennsku í Félagi íslenskra framhaldsskóla og Skólameistarafélagi Íslands um þessar mundir. Hann er borinn og barnfæddur Reykvíkingur en segist þó vera mikill landsbyggðarmaður. Hann starfaði áður sem kennari en fékkst einnig við ritstörf og blaðamennsku og skrifaði m.a. bókina Íslenski hesturinn sem kom út árið 2005. Hann bjó í Þýskalandi í fjögur ár þar sem hann starfaði sem fréttaritari fyrir Bylgjuna þegar Berlínarmúrinn féll. Hestamennskan er hans líf og yndi og segir hann fátt jafnast á við að fara í hestahúsin eftir langan og strangan vinnudag.
Blaðamaður Vikudags settist niður með Hjalti Jóni yfir rjúkandi kaffibolla á köldum haustdegi en nálgast má viðtalið í prentútgáfu blaðsins.