Hraðahindranir settar upp vegna Bíladaga

Hraðahindranir settar upp í Gilinu. Mynd/Akureyrarbær.
Hraðahindranir settar upp í Gilinu. Mynd/Akureyrarbær.

Starfsmenn framkvæmdamiðstöðar Akureyrarbæjar eru nú í óða önn að setja upp hraðahindranir víðsvegar um bæinn vegna Bíladaga sem hefjast á föstudaginn og standa fram á mánudaginn 17. júní.

Meðal annars eru settar upp hraðahindranir í Gilið eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Sjá má nánari dagskrá Bíladaga á heimasíðu Bílaklúbbs Akureyrar, www.ba.is/biladagar-2019.


Nýjast