Horft til frekari þéttingu byggðar

Tölvulíkan af væntanlegri byggð fyrir Holtahverfi norður.
Tölvulíkan af væntanlegri byggð fyrir Holtahverfi norður.

Tryggvi Már Ingvarsson, formaður skipulagsráðs Akureyrarbæjar, segir í samtali við Vikublaðið að bæjaryfirvöld horfi til frekari þéttingu byggða. Akureyrarbær kynnti nýverið tillögu að deiliskipulagi fyrir Holtahverfi norður – nýtt uppbyggingarsvæði í kringum Krossanesbraut, fyrir ofan og norðan við smábátahöfnina í Sandgerðisbót. Allt að 280 íbúðir í blandaðri byggð fjölbýlishúsa, raðhúsa, parhúsa og einbýlishúsa muni rísa.

Tryggvi Már bendir á að í aðalskipulagi Akureyrar segi að núverandi byggð skuli þétt þar sem það á við, meðal annars með endurskipulagningu vannýttra svæða. Segir m.a. að leitast verði við að fullnýta byggingarmöguleika svæða nálægt miðbænum áður en uppbygging hefst á svæðum sem lengra eru í burtu. Við endurskipulagningu byggðar verði leitað að kostum til þéttingar byggðar og stuðlað að endurnýtingu vannýttra lóða og svæða með starfsemi sem lokið hefur sínu hlutverki. „

Hvort sem litið er til skemmri eða lengri tíma er það samfélagslega hagkvæmt að þétta byggð meira en nú er til þess að auka nýtinguna á innviðum,“ segir Tryggvi. Um önnur þéttingarsvæði sem mögulega verði nú skoðuð í framhaldinu með þéttingu byggðar í huga nefnir Tryggvi t.d. kastsvæði Þórs, tjaldsvæðisreitur og Naust 3. „Eins má ekki gleyma í því samhengi uppbyggingu á Oddeyrinni og miðbæjarins."


Nýjast