Hörður Flóki í bann- missir af leiknum gegn Haukum

Hörður Flóki Ólafsson, markvörðurinn sterki í liði Akureyrar, var í gær úrskurðaður í eins leiks keppnisbann af Aganefnd HSÍ. Bannið hlýtur Hörður Flóki vegna óíþróttalegrar framkomu eftir leik Akureyrar og HK sl. mánudag í N1- deild karla í handbolta.

Hörður Flóki missir þar af leiðandi af leiknum mikilvæga gegn Haukum annað kvöld þegar lokaumferð deildarinnar fer fram. Með sigri í þeim leik tryggja norðanmenn sér farseðillinn í úrslitakeppnina.

Ljóst er að um mikla blóðtöku er að ræða fyrir Akureyrarliðið þar sem Hörður Flóki hefur leikið afar vel milli stanganna í vetur.

Nýjast