Holur í götum valda tjóni

Talsvert er um skemmdir á dekkjum bifreiða sem rekja má til hola á götum Akureyrar og hafa dekkjaverkstæði bæjarins haft nóg að gera undanfarna daga. „Þetta gerist venjulega á þessum tíma en mér finnst göturnar vera heldur verri en gengur og gerist og óvenju mikið af holum,“ segir Sveinn Bjarman þjónustustjóri hjá dekkjaverkstæði Hölds. Eins og Vikudagur greindi frá í síðustu viku eru margar götur bæjarins illa farnar og sumar hreinlega ónýtar.

throstur@vikudagur.is

Nánar er fjallað um málið í prentúgáfu Vikudags

Nýjast