Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) munu fjármagna kaup á öndunarvél fyrir gjörgæsludeildina á SAk. Tækið kostar um 9 milljónir króna en aðeins er liðinn tæpur mánuður frá því að samtökin afhentu tíu rúm á geðdeild sjúkrahússins að andvirði rúmar 7 milljónir. Með tilkomu tækisins verða þrjár nýjar öndunarvélar á sjúkrahúsinu. Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á SAk, segir við fyrirspurn Vikudags að þetta skipti miklu máli fyrir starfssemi sjúkrahússins en lengri frétt má sjá í prentútgáfu blaðsins.
-Vikudagur, 12. febrúar