Hollvinir Húna II opna kaffistofu um borð í bátnum

Hollvinir Húna II opna kaffistofu í bátnum á morgun miðvikudag kl. 16.00. Opið er á milli kl. 16.00 - 18.00 eftir atvikum og verður þannig alla virka daga. Einnig er opið á laugardögum milli kl. 10 og 11. Boðið verður upp á Rúbín kaffi og rólegheit, þar sem allir eru velkomnir.  

Hollvinir Húna II vilja með þessu sýna samborgurum sínum samstöðu og um leið þakka fyrir þann velvilja sem þeir hafa  notið með bátinn. Í þeim tilvikum þar sem vont veður er og báturinn á hreyfingu, getur farið svo að ekki verði opnað. Hollvinir Húna II hvetja sem flesta til að líta við.

Nýjast