Höldur styrkir Sjúkrahúsið á Akureyri til tækjakaupa

Skúli Ágústsson, Sólveig Skjaldardóttir og Oddur Ólafsson við afhendinguna í gær.
Skúli Ágústsson, Sólveig Skjaldardóttir og Oddur Ólafsson við afhendinguna í gær.

Skúli Águstsson stjórnarformaður Hölds og Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds afhentu á dögunum Sjúkrahúsinu á Akureyri styrk frá fyrirtækinu að upphæð 3,5 miljónum króna. Styrkurinn var afhentur í tilefni af 40 ára afmæli Hölds á árinu og í minningu góðs samstarfsfélaga til fjölmargra ára, Teits Birgissonar.  Styrknum verður varið til kaupa á tveimur ytri  öndunarvélum.

Með þessum ytri öndunarvélum er hægt að veita öndunarhjálp án þess að þurfa að svæfa sjúklinga og með aukinni notkun hægt að koma í veg fyrir að sjúklingar  þurfi að fara í hefðbundnar öndunarvélameðferðir eða stytta þann tíma sem sjúklingar eru í þeirri meðferð.

Nýjast