Hof skal menningarhúsið heita

Menningarhúsið sem nú er í byggingu á Akureyri hefur fengið nafnið Hof en haldin var samkeppni um nafn á húsið. Alls bárust 338 tillögur um 241 nafn á húsið en tveir einstaklingar skiluðu inn vinningsnafninu, Aðalbjörg Sigmarsdóttir og Heimir Kristinsson. Þau Aðalbjörg og Heimir eru búsett á Akureyri og Heimir við Strandgötu, í næsta nágrenni menningarhússins. Úrslit í samkeppninni voru kunngjörð nú í hádeginu. Vel má hugsa sér að undirtitilinn Menningarhús fylgi með, þ.e. Hof - menningarhús eða HOF - MENNINGARHÚS. Tíminn mun leiða í ljós hvort nafnið verður notað með eða án greinis, segir m.a. í fréttatilkynningu. Stjórn Akureyrarstofu hefur samþykkt vinningstillöguna en í dómnefnd voru þau Bragi V. Bergmann ráðgjafi, Margrét Jónsdóttir leirlistakona og Sverrir Páll Erlendsson menntaskólakennari.

Nýjast