Árlega eru í kringum 200 viðburðir í Hofi á Akureyri af öllu tagi. Þar er boðið upp á tónleika, leiksýningar, danssýningar auk þess sem þar er fjöldi funda og ráðstefna.
Við erum stolt af þeirri fjölbreytni sem hér hefur ríkt. Hér hefur verið boðið upp á dagskrá þar sem er að finna margt af því besta sem íslenskt menningarlíf hefur upp á að bjóða.Okkar hlutverk er auðvitað fyrst og fremst að annast daglegan rekstur hússins og annast markaðssetningu þess. Við kynnum vetvanginn, aðstæður og þjónustuframboð fyrir aðilum sem standa að menningarviðburðum eða ráðstefnum og fundum. Okkar sterkasta vopn er að sýna og sanna að ímynd Hofs sé sterk. Viðskiptavinir okkar, samstarfsaðilar og gestir hafa verið afar ánægðir með aðstöðuna og þjónustustuna í Hofi sem er auðvitað grundvallaratriði og okkar helsta markmið í allri vinnu, segir Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Hofs.
Stór biti
Það er trú okkar að árlegt rekstrarframlag bæjarins skili sér til baka með ýmsum hætti. Þegar verið er að tala um kostnaðinn, vill stundum gleymast að í Hofi er líka ein af stærstu menntastofnunum bæjarins, tónlistarskólinn. Umræðan hefur ekki alltaf verið sanngjörn, en á byggingartímanum var sannarlega ástæða til að sýna áhyggjum fólks og efasemdum um byggingarkostnað skilning.
Nú er hins vegar ástæða til að horfa á hver staðan er í dag. Hvað færir Hof bæjarbúum í dag og hvað leggur bærinn til. Mín trú er að tilkoma Hofs hafi aukið lífsgæði Norðlendinga á sama tíma og starfsemin hefur styrkt ímynd Akureyrar til mikilla muna, segir Ingibjörg Ösp.
Ítarlega er rætt við hana í prnentútgáfu Vikudags