HM eykur sölu á grillkjöti

Ólafur Már með grísafiletsneiðar sem kenndar eru við Brasilíu.
Ólafur Már með grísafiletsneiðar sem kenndar eru við Brasilíu. "Hentar einstaklega vel með boltanum," segir hann. Mynd/Þröstur

„Við erum gríðarlega ánægðir með söluna og það er óhætt að segja að grillsumarið hafi byrjað með látum,“ segir Ólafur Már Þórisson markaðsstjóri hjá Kjarnafæði. Hann segir aukningu í sölu á grillkjöti um allt land miðað við sama tíma í fyrra og heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hjálpi til við að auka söluna. „Ég held að það sé alveg klárt mál að HM eigi stóran þátt í því hversu sumarið hefur farið vel af stað. Svona stórmót hafa alltaf áhrif og heimsmeistarmótið er einnig á hárréttum tíma. “ Í sama streng tekur Ingvar Már Gíslason markaðsstjóri Norðlenska.

throstur@vikudagur.is

Nánar er rætt við þá Ólaf Má og Ingva Má í prentútgáfu Vikudags

Nýjast