Hlíðarfjall opnar í desember
Snjóframleiðsla er hafin í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar og er stefnt á opnun skíðasvæðisins þann 19. desember. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, segir snjóbyssurnar hafa verið ræstar klukkan sex í morgun. Óvissa var um hvort hægt yrði að opna skíðasvæðið fyrir áramót líkt og undanfarin ár, verkstjórarnir sem höfðu umsjón yfir snjóframleiðslu sögðu upp vegna óánægju með launakjör. Nú er hins vegar útlit fyrir að Hlíðarfjall opni fyrir áramót.