Hleypur fyrir soninn og litla hetju
Helga Sigurveig Kristjánsdóttir ætlar að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu næstu helgi til styrktar Neistanum-styrktarfélagi hjartveikra barna. Helga hefur sjálf þurft að leita til Neistans vegna veikinda sonar síns, Sigurbjörns Árna Guðmundssonar, sem fæddist með ýmsa fæðingagalla. Helga og hennar hlaupahópur hafa sett það markmið að safna 800 þúsund krónum fyrir Neistann.
Helga segir hópinn ætla að hlaupa í nafni dóttur vinkonu sinnar, Bryndísar Huldu, sem lést sl. janúar. Bryndís Hulda fæddist árið 2012 með flókinn og alvarlegan hjartagalla og fór í sínu fyrstu aðgerð aðeins þriggja daga gömul. Hún var rúmlega eins árs þegar hún lést.
Rætt er við Helgu Sigurveigu í prentútgáfu Vikudags þar sem hún talar m.a. um veikindi sonar síns og mikilvægt starf Neistans