Hlaupið í blíðskaparveðri

Hlaupahópurinn
Hlaupahópurinn

Norðurheimskautsbaugshlaup TVG Zimsen var haldið í þriðja skipti í blíðskaparveðri í Grímsey í gær. Tvær vegalengdir voru í boði – annars vegar 12 km og hins vegar 24 km. Hlaupaleiðin er hringur í eynni og er farið norður yfir heimskautsbauginn og út á nyrsta tanga Íslands. Hlaupararnir fóru í tveimur vélum Norlandair frá Akureyri til Grímseyjar í gærmorgun og til baka síðdegis.

Sigurvegari í karlaflokki í 24 km var Þorbergur Ingi Jónsson sem þar með bætti enn einni skrautfjöður í hatt sinn á þessu ári en áður hafði í sumar sigrað í Laugavegshlaupinu á besta tíma frá upphafi og einnig varð hann fyrstur Íslendinga í hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþonininu í ágúst sl.  Í kvennaflokki sigraði í 24 km Hulda Elma Eysteinsdóttir. Í 12 km hlaupi karla sigraði Kristinn Smári Sigurjónsson og í kvennaflokki Rachael Lorna Johnstone.

24 km – karlar
1. Þorbergur Ingi Jónsson
2. Hólmgeir Rúnar Hreinsson

24 km – konur
1. Hulda Elma Eysteinsdóttir
2. Alma Rún Ólafsdóttir
3. Guðrún Nýbjörg Svanbjörnsdóttir

12 km – karlar
1. Kristinn Smári Sigurjónsson
2. Elías Gunnar Þorbjörnsson
3. Sæmundur Elíasson

12 km – konur
1. Rachael Lorna Johnstone
2. Helga Viðarsdóttir
3. Hugborg Inga Harðardóttir

Nýjast