Hlaupið í blíðskaparveðri
Norðurheimskautsbaugshlaup TVG Zimsen var haldið í þriðja skipti í blíðskaparveðri í Grímsey í gær. Tvær vegalengdir voru í boði annars vegar 12 km og hins vegar 24 km. Hlaupaleiðin er hringur í eynni og er farið norður yfir heimskautsbauginn og út á nyrsta tanga Íslands. Hlaupararnir fóru í tveimur vélum Norlandair frá Akureyri til Grímseyjar í gærmorgun og til baka síðdegis.
Sigurvegari í karlaflokki í 24 km var Þorbergur Ingi Jónsson sem þar með bætti enn einni skrautfjöður í hatt sinn á þessu ári en áður hafði í sumar sigrað í Laugavegshlaupinu á besta tíma frá upphafi og einnig varð hann fyrstur Íslendinga í hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþonininu í ágúst sl. Í kvennaflokki sigraði í 24 km Hulda Elma Eysteinsdóttir. Í 12 km hlaupi karla sigraði Kristinn Smári Sigurjónsson og í kvennaflokki Rachael Lorna Johnstone.
24 km karlar
1. Þorbergur Ingi Jónsson
2. Hólmgeir Rúnar Hreinsson
24 km konur
1. Hulda Elma Eysteinsdóttir
2. Alma Rún Ólafsdóttir
3. Guðrún Nýbjörg Svanbjörnsdóttir
12 km karlar
1. Kristinn Smári Sigurjónsson
2. Elías Gunnar Þorbjörnsson
3. Sæmundur Elíasson
12 km konur
1. Rachael Lorna Johnstone
2. Helga Viðarsdóttir
3. Hugborg Inga Harðardóttir