Gísli Einar Árnason og Óskar Jakobsson ætla að hlaupa frá Reykjavík til Akureyrar í sumar til styrktar hjálpartækjasjóði Kristjáns Loga Kárasyni, 9 ára strák á Akureyri, sem er fjölfatlaður. Einnig hlaupa þeir félagar fyrir Barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri og sérdeild Giljaskóla. Í tengslum við hlaupið ætla Óskar og Gísli að vekja athygli á þörfu málefni; stöðu langveikra barna og foreldrum þeirra. Auk þess ætla þeir að safna fé í styrktarsjóð Hlaupið heim.
Þeir félagar leggja af stað frá Reykjavík þann 3. júlí og áætla að koma til Akureyrar þann 11. júlí. Við ætlum að hlaupa um 45-50 km á dag, en það samsvarar rúmu maraþoni á dag í níu daga í röð, segir Gísli Einar.
Þeir Gísli og Óskar skora á fyrirtæki og einstaklinga að leggja þeim og styrktarsjóðnum Hlaupið heim lið með frjálsum framlögum. Reikningsnúmerið er 0565-14-404427 kt: 141005-3750. Áheitin af Hlaupinu Heim munu renna í hjálpartækjasjóð Kristjáns Loga, til sérdeildar Giljaskóla og Barnadeildar Sjúkrahússins á Akureyri.
Nánar er rætt við Gísla og fjallað um hlaup þeirra félaga í prentútgáfu Vikudags.
-þev