Hláku spáð síðdegis

Frá Akureyri/mynd karl eskil
Frá Akureyri/mynd karl eskil

Veðurstofan segir að í dag verði vaxandi suðaustanátt á Norðurlandi eystra, 10-15/metrar á sekúndu og úrkomulítið, en 13-20 m/sek í kvöld. Hiti verður um frostmark, en hlýrra seint í dag. Á morgun lægir og kónar.

Veðurhorfur á landinu öllu næstu daga:

Á þriðjudag:
Suðvestlæg átt, 13-20, hvassast NV-til fyrripartinn, en SA-til seinnipartinn. Lítilsháttar úrkoma við suður og vesturströndina í fyrstu, bjartviðri NA-til, dálítil væta SA-lands undir kvöld, en annars þurrt. Hiti 1 til 6 stig yfir daginn.

Á miðvikudag:
Suðlæg átt, 8-15 m/s. Rigning víða um land en úrkomulítið NA-til. Hiti 2 til 8 stig, svalast NV-til.

Á fimmtudag:
Vestlæg átt, 5-13 m/s. Slydda eða rigning í fyrstu en síðan él. Úrkomulítið SA-lands eftir hádegi. Líkur á snjókomu SV-til seint um kvöldið. Hiti um og undir frostmarki.

Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir lægðagang með úrkomu í flestum landshlutum og frystir og hlánar á víxl.

Nýjast