HK og Akureyri Handboltafélag mætast í stórleik í kvöld í N1- deild karla í handbolta í Digranesi. Liðin eru bæði í harðri baráttu í toppbaráttunni um að vera í hópi fjögurra efstu liða í deildinni sem gefur þátttöku í úrslitakeppninni í vor.
Fyrir leikinn munar einu stigi á liðunum, Akureyri hefur 16 stig í fjórða sæti deildarinnar en HK hefur 15 stig í fimmta sæti, en á leik til góða. Það er því mikið undir í leiknum í kvöld fyrir bæði lið
„Eins og þetta hefur verið að spilast að þá skiptir þessi leikur gríðarlegu máli upp á framhaldið að gera," segir Guðlaugur Arnarsson, varnarjaxlinn í liði Akureyrar um leikinn í kvöld. Leikurinn hefst kl. 18:30 í kvöld og er í beinni útsendingu á Sporttv.is.
Nánar í Vikudegi í dag.