Vilberg Helgason, formaður Hjólreiðafélags Akureyrar, segir mikla þörf að hjólreiðarstígum meðfram stofnbrautum á Akureyri. Hjólreiðar njóti vaxandi vinsælda í bænum og sífellt fleiri nýta sér reiðhjól sem farartæki. Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa lagt töluvert í uppbyggingu fyrir hjólreiðafólk undanfarin misseri í formi hjólastíga. Vilberg bendir þó á að það sé mest útivistarstígar og vill sjá meira gert fyrir hjólreiðafólk sem notar reiðhjól sem samgöngumáta. Rætt er við Vilberg í prentútgáfu Vikudags og fjallað um grósku í hjólreiðum á Akureyri.