Í sumar verður lokið við 330 metra langan malbikaðan stíg í Kristnesskógi í Eyjafirði sem hafist var handa við á liðnu hausti. Umhverfis- og
auðlindaráðuneytið veitti á dögunum styrk sem nægir til að ljúka verkinu en styrkir til verkefnisins nema alls 4,4 milljónir króna. Frá þessu er greint á vefnum skógur.is.
Þar segir að stígurinn verði kærkominn fyrir alla gesti skógarins en þó ekki síst fólk sem nýtur aðhlynningar og endurhæfingar á Kristnesspítala. Yfirlæknir endurhæfingardeildar segir að stígurinn muni breyta mikluenda margsannað að skógur hafi jákvæð áhrif á heilsu fólks. Um hönnun stígsins sá Ingvar Ívarsson, landslagsarkitekt hjá Landslagi ehf. á Akureyri. Ingvar segir í samtali við Vikudag að stígurinn sé hugsaður sem hluti af endurhæfingu spítalans.
Lengri frétt um þetta mál má nálgast í prentútgáfu Vikudags.
-Vikudagur, 18. febrúar